- Advertisement -

Endurteknar hótanir Rio Tinto

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og annar tveggja varaforseta ASÍ, sagði, í Vikulokunum á rás eitt, fyrir augnabiki, að Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, hafi áður hótað að loka verksmiðjunni.

Kristján Þórður sagði hótunina ekki nýja af nálinni. Rio Tinto hafi hótað lokunum víðar en á Íslandi. Greinilegt er að Kristján Þórður tekur hótunina ekki alvarlega. Hann sagði fyrirtækið vera bundið af samningum og því sé erfiðara fyrir það að loka hér en í mörgum öðrum löndum.

Kollegi Kristjáns Þórðar, Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, skrifar á heimasíðu síns félags:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Stærsta einstaka mál félagsins í vikunni var kjaradeila félagsins við Ísal, VM hefur komið því til skila að það sé algjörlega ótækt að kjarabótum starfsmanna sé spyrt saman við orkukaup álversins. Félagið styður sína félagsmenn í því sem þeir vilja í framhaldinu, en ljóst er að tóninn er harður.

 Þau félög sem eiga félagsmenn í Ísal funduðu með iðnaðarráðherra í vikunni sem fékk fjármálaráðherra með sér á fundinn til þess að tjá þeim hver afstaða starfsmanna væru í álverinu í Hafnarfirði, einnig fengum við fund með forsætisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar vegna sama máls.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: