. „Við hjá VM höfum sagt það skýrt að við tökum ekki þátt í samræmdri launastefnu í næstu kjarasamningum.“

Fréttir

Kennitöluflakk: Endurskoðendur eiga gamlar kennitölur á lager

By Miðjan

June 15, 2014

Sprengisandur  Guðmundur Þ. Ragnarsson, sem er formaður VM, félags vélstjóra og málmælknimanna, var gestur þáttarins Spremgisandur á Bylgjunni í morgun, þegar talað var um kennitöluflakk, hvernig það er stundað, hverjir tapa á því og hverju og hvaða leiðir eru til að koma í veg fyrir þetta.

Meira um það síðar. En eitt nefndi Guðmundur sem kom nokkuð á óvart. Hann sagðist hafa upplýsingar um að endurskoðendafyrirtæki eigi kennitölur, oft gamlar og ónotaðar, sem hafa verið á lager svo árum skipti og kaupendur þeirra séu oft menn sem stunda að reka fyrirtæki í þrot. Með gömlum kennitölum, sem hvergi eru á vanskilaskrá, séu þeim mönnum mikils virði.

Meðfylgjandi er sá hluti viðtalsins sem laut að þessu. Og hér er allt viðtalið við Guðmund.