Stjórnmál

Endurreisn meirihlutans

By Miðjan

November 02, 2022

„Reyk­vík­ing­ar kusu með breyt­ing­um í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í vor. Þeir höfðu áttað sig á því, þrátt fyr­ir blekk­ing­ar borg­ar­yf­ir­valda, að meiri­hlut­inn í borg­inni réð ekki við verk­efnið,“ segir seint í leiðara Moggans í dag.

Þar er skotið á Einar Þorsteinsson Framsókn. „Þegar úr­slit lágu fyr­ir mátti ætla að breyt­ing­ar næðu fram að ganga því að sá flokk­ur sem mest sótti á hafði talað hvað mest fyr­ir breyt­ing­um. Niðurstaðan varð þó sú að hann ákvað að end­ur­reisa vinstri meiri­hluta Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra og gera hon­um þannig kleift að halda áfram á sömu braut og áður. Af­leiðing­arn­ar af þeim mis­tök­um eru byrjaðar að koma í ljós og eiga að óbreyttu eft­ir að birt­ast með enn af­drátt­ar­laus­ari hætti á næstu árum.“