„Reykvíkingar kusu með breytingum í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þeir höfðu áttað sig á því, þrátt fyrir blekkingar borgaryfirvalda, að meirihlutinn í borginni réð ekki við verkefnið,“ segir seint í leiðara Moggans í dag.
Þar er skotið á Einar Þorsteinsson Framsókn. „Þegar úrslit lágu fyrir mátti ætla að breytingar næðu fram að ganga því að sá flokkur sem mest sótti á hafði talað hvað mest fyrir breytingum. Niðurstaðan varð þó sú að hann ákvað að endurreisa vinstri meirihluta Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og gera honum þannig kleift að halda áfram á sömu braut og áður. Afleiðingarnar af þeim mistökum eru byrjaðar að koma í ljós og eiga að óbreyttu eftir að birtast með enn afdráttarlausari hætti á næstu árum.“