- Advertisement -

End­ur­nýj­um for­yst­una – í stjórn með verstu vinstri skæruliðum landsins

Jón Steinar Gunnlaugsson.

Stjórnmál „Það hlýt­ur svo að telj­ast nauðsyn­leg­ur þátt­ur í end­ur­reisn flokks­ins að end­ur­nýja í stór­um stíl for­yst­una. Það er auðvitað aug­ljóst að kjós­end­ur geta ekki treyst nú­ver­andi for­ystu­mönn­um til að hrinda of­an­greind­um verk­efn­um í fram­kvæmd,“ segir í nýrri Moggagrein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson.

Hann tekur til nauðsynleg stefnumál í þrettán liðum.

Hann segir að stefnumiðin þrettán beri að setja fram með öfl­ug­um hætti í kosn­inga­bar­átt­unni sem fram und­an er. „Gera má ráð fyr­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni þá allt að einu gjalda fyr­ir brot á stefnu­mál­um sín­um und­an­far­in ár. Þetta myndi hins veg­ar gefa fyr­ir­heit um stuðning kjós­enda þegar fram í sæk­ir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greinina byrjar Jón Steinar svona:

Til hvers eru menn í stjórn­mál­um…

„Ég hef jafn­an í alþing­is­kosn­ing­um kosið Sjálf­stæðis­flokk­inn. Ástæðan er sú að mér hef­ur fund­ist hann standa nær af­stöðu minni til frels­is og ábyrgðar en aðrir, auk þess sem flokk­ur­inn hef­ur haft uppi stefnumið í ýms­um mál­um, sem mér hafa þótt burðugri en annarra.

Nú eru mér hins veg­ar að fall­ast hend­ur í stuðningi við þenn­an flokk. Hann hef­ur nefni­lega hrein­lega fórnað mörg­um stefnu­mál­um í þágu sam­starfs í rík­is­stjórn með verstu vinstri skæru­liðum sem finn­ast í land­inu. Það er eins og fyr­ir­svars­menn flokks­ins hafi verið til­bún­ir að fórna stefnu­mál­um sín­um fyr­ir setu í rík­is­stjórn. Þá má spyrja: Til hvers eru menn í stjórn­mál­um ef þeir eru ekki að koma fram þeim stefnu­mál­um sem þeir segj­ast hafa?

Kosn­ing­ar eru fram und­an. Í ljós kem­ur í fylg­is­könn­un­um að flokk­ur­inn, sem ég og fjöl­marg­ir aðrir hafa stutt, muni gjalda af­hroð. Að mín­um dómi kem­ur ekki annað til greina en að skipta ger­sam­lega um kúrs og byggja kosn­inga­bar­átt­una á þeim stefnu­mál­um, sem við mörg héld­um að þessi flokk­ur ætti að standa fyr­ir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: