- Advertisement -

En breytist kvótakerfið?

„Katrín Jakobsdóttir ræðir við þjóðina í nokkuð löngu máli í Fréttablaðinu í dag . Erindið er að sætta okkur við að hún og nokkrir aðrir flokksformenn breyti stjórnarskránni fyrir kosningarnar í haust,“ skrifar Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

!Best að segja það einsog er: Ég fyllist vantrausti þegar flokksformenn og þingflokkar ætla að breyta stjórnarskrá – ekki síst vegna þess að þegar eru til prýðileg drög að nýrri stjórnarskrá, og meira að segja samþykkt í meginatriðum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Látum vera. Í sjálfu sér er ekkert á móti því að sú stjórnarskrá eða einhver svipuð taki gildi í áföngum. En með því er vandinn ekki leystur.

Allra mikilvægustu breytingarnar sem forsætisráðherrann er nú að gera tillögu um – eingöngu í sínu nafni og félaga í ríkisstjórninni – eru auðvitað umhverfisákvæðið og auðlindaákvæðið. Katrín fer mikinn við að sannfæra okkur um útlit og orðalag í tillögunni um þessar greinar. Hún gleymir þó í Fréttablaðinu að svara úrslitaspurningunum, þótt þær séu báðar einfaldar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Önnur er svona einföld: Knýr umhverfisákvæðið á um lagabreytingar um umgengni við náttúru landsins?

Og hin er ennþá einfaldari: Breytir auðlindaákvæðið í útgáfu Katrínar og félaga einhverju um stöðuna í sjávarútvegi?

Séu svörin neikvæð eru ákvæði Katrínar Jakobsdóttur einskis virði,“ skrifar Mörður Árnason.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: