- Advertisement -

Embættismönnum er vorkunn að fylgja eftir vitleysunni

Vigdís Hauksdóttir:
Þetta er gríðarleg sóun á fjármunum borgarinnar .

Vigdís Hauksdóttir í borgráði: „Embættismannakerfinu er vorkunn að þurfa að fylgja eftir þeirri vitleysu sem kynjuð fjárhags- og starfáætlanagerð er, en vissulega er þetta atvinnuskapandi á kostnað borgarbúa. Þegar hef ég lagt fram fyrirspurn hvort verkefni taka breytingum eftir að þau hafa farið í gegnum „kynjaskönnun“. Ekki hefur borist svar við fyrirspurn minni en þau gögn sem ég hef séð í umhverfis- og heilbrigðisráði hafa ekki tekið neinum breytingum við kynjaskönnun. Þetta er gríðarleg sóun á fjármunum borgarinnar og einmitt dæmi um gæluverkefni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: