Geir Þorteinsson, fyrrum formaður KSÍ og nú oddviti Miðflokksins í Kópavogi, var sá sem vakti fyrstur athygli á launahækkun bæjarstjórans, Ármanns Kr. Ólafssonar, og annarra í bæjarstjórninni.
Geir bendir á að Ármann eigi kannski ekki að sitja einn í súpunni:
„Allir flokkar í bæjarstjórn Kópavogs samþykktu mörg hundruð þúsund króna launahækkun bæjarstjórans. Allt samþykkt 11-0. Það þýðir ekki fyrir þá sem tóku þátt í bruðlinu að koma núna rétt fyrir kosningar og fordæma það. Miðflokkurinn tók ekki þátt í þessu. En við munum taka á því. Burt með óhófið og sjálftökuna,“ segir Geir Þorsteinsson.
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð eru í núverandi meirihluta. Síðasta skoðanakönnun sýndi að meirihlutinn stóð mjög tæpt og því kann að fara svo að launamálið felli meirihluta þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar og Theodóru S. Þorsteinsdóttur.