- Advertisement -

Ellefu ástæður fyrir að vera sósíalisti

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar:

„Ég er sósíalisti af því að ég vil samfélag sem virkar fyrir alla, ekki bara þá auðugu,“ svaraði Hörður Svavarsson spurningu í Facebook-hópi sósíalista um hvers vegna hann væri sósíalisti. Hér fylgja með svör tíu annarra:

Steinunn Rósa Einarsdóttir: „Því ég vel að búa í samfélagi, samfélag á að sjá um þá sem minna mega sín og sjá til þess að allir hafi það gott og hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu, rafmagni, húsnæði og menntun. Engin yfir aðra hafin og allir hjálpast að af virðingu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bogi Reynisson: „Vegna þess að mér ofbýður frekja og lélegheit yfirstéttarinnar. Ég hafna verðmætamati kapítalismans og ég tel að við getum haft það gott hérna. ÖLL ekki bara sum.

Þórdís Guðjónsdóttir: „Ég er sósíalisti af því ég vil búa í stéttlausu samfélagi jöfnuðar og efnahagslegs réttlætis, ég vil útrýma fátækt og heimilisleysi. Ég vil búa í blómlegu velferðarsamfélagi þar sem mannslíf og náttúra eru metin ofar gróðasjónarmiðum, ég vil styðja við allt fólk sem þarf hjálp og stuðning og vil alla innviði gjaldfría. Ég er á móti einkavæðingu innviða, á móti nýfrjálshyggju og eyðileggingarmætti villts kapítalisma.“

Haraldur Ingi Haraldsson: „Samfélagshyggja í stað sérhyggju. Hún gerir okkur kleift að leysa þau miklu vandamál sem að okkur steðja. Bæði í bráð í nærumhverfi okkar og í lengd í heiminum.“

Laufey Ólafsdóttir: „Ég er sósíalisti af því að ég kann ekkert annað. Af því að verðleikamat kapítalismans elur á sundrungu og samkeppni á meðan samkennd, samstaða og samvinna skilar okkur öllum svo miklu meiru. Raunveruleg verðmæti eru ekki mæld með mælitækjum kapítalista, fjármagninu. Losum okkur við þessi mælitæki og losum um leið okkur sjálf úr hlekkjum þeirra sem allt þykjast eiga. Þau eiga í raun ekkert nema hugmyndafræðina og hún er okku ónýt og ómerk.“

Tjörvi Schiöth: „Vegna þess að ég vil að ég og allt vinnandi fólk sé frjálst undan kúgun og okri leigusala og atvinnurekenda, svo að við getum stjórnað okkar eigin lífi, notið jafnræðis og lýðræðis á vinnustaðnum, og notið ávaxta vinnu okkar til fulls án þess að verða fyrir stöðugu og kerfisbundnu arðráni.“

María Pétursdóttir: „Ég er sósíalisti af því ég vil réttlátt og mannlegt samfélag. Burtu með auðvaldið, spillinguna og ójöfnuðinn sem henni fylgir, kúgunina sem þeir verr settu verða fyrir og inn með mannúðina, réttlætið og jöfnuðinn. Við erum að glíma við hlýnun jarðar og klikkaða misskiptingu af völdum hamfarakapítalisma og megum ekki gleyma því að sú manngerða vá þarf manngerðan viðsnúning strax!“

Hildur Embla Ragnheiðardóttir: „Ég þrái samfélag þar sem engin þarf að svelta og allir hafa öruggt heimili.“

Elísabet Ronaldsdóttir: „Af því ég er vel upp alin og skynsöm.“

Steinar Immanuel Sörensson: „Það er einfalt í raun, ég vil að allir hafi jöfn tækifæri, sama hvaða bakgrunn þeir kunna að hafa, sömu tækifæri til menntunar, sömu tækifæri til innihaldsríks lífs, sömu tækifæri á heilbrigðisþjónustu, og að þeir sem ekki geta einhverra hluta vegna starfað sér til framfærslu fái mannsæmandi aðstoð til þess að allir hafi viðunandi þak yfir höfuðið og að mönnum sé ekki mismunað vegna fjárhags.“

Ef þú ert sósíalisti en hefur ekki gengið í Sósíalistaflokkinn þá getur þú skráð þig hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: