- Advertisement -

Elítan, sóttvarnarbrot og löggan

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögregæustjóri. Dómsmálaráðherra ónáðaði hana tvívegis á aðfangadag vegna sóttvarnarbrota Bjarna Benediktssonar.

„Í kvöldfréttum Rúv er fjallað um tilraun elítunnar til að þagga niður í lögreglunni,“ skrifaði Ragnar Önundarson í gær. „Áslaug Arna átti samtöl við lögreglustjórann á aðfangadag, það liggur fyrir og engu skiptir hvað þær tvær segja að rætt hafi verið um,“ skrifar hann.

„Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar njóti aðhalds, reynslan sýnir það. Opinberum persónum er ætlað að þola harðari umræðu en öðrum. Heldur einhver að það hefði verið betra að fjölmiðlar hefðu leynt sóttvarnarbrotum Þórdísar Kolbrúnar og Bjarna og þyrlunotkun Áslaugar Örnu? Er ekki næsta víst að þetta fólk hefði gengið á lagið og fundið sig „jafnari“ en aðrir? Þetta er einfaldlega eina leiðin til að hemja hégómaskapinn og forréttindablinduna sem sviðsljósinu fylgir gjarnan.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: