Eftir að hafa lesið, og eins tekið, viðtöl við fjölda fólks sem lifir í neyð fátæktar er merkilegt að lesa og heyra fullyrðingar eins og þessa:
„Kaupmáttur og landsframleiðsla á mann eru hér með hæsta móti, bæði í sögulegum samanburði og borið saman við önnur ríki. Íslendingar eru að þessu leyti, og raunar flestu öðru leyti einnig, mikil gæfuþjóð. Velmegun eins og sú sem hér er að finna er vandfundin í öðrum ríkjum og þegar til þess er horft að hér hrundi fjármálakerfið í heild sinni fyrir réttum áratug þarf ekki að koma á óvart að margir, jafnt innan lands sem utan, séu undrandi yfir árangrinum.“
Meðan um tíu þúsundir fjölskyldur voru reknar að heiman og hrægammaleigufélög pína þetta sama fólk hvern dag með einni dýrustu húsaleigu sem þekkist á byggðu bóli vogar ein þrautseigasta málpípa forréttindanna, Davíð Oddsson, að birta aðra eins vitleysi og vitna var til hér að ofan.
Og hann heldur áfram: „Þessi árangur er fjarri því sjálfgefinn og honum er hægt að glutra niður. En ef vel og skynsamlega er á málum haldið er þessi árangur líka traustur grunnur til að byggja á áframhaldandi lífskjarabata.“
Við þessu er sennilega best að segja fátt, ojbarasta dugar.