Matreiðsla fréttastofu Ríkisútvarpsins af þeim ótrúlega aulahætti sem er vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum er óviðunandi. Minna helst á „Eldum rétt“. Í Efstaleiti hefur vantað allar skýringar um hvað verður gangi það eftir sem líklegast er í hverju fylki, hverju sinni. Fréttastofan lætur okkur hinum eftir að leita upplýsinganna. Matreiðir ekki upplýsingarnar handa okkur. Fjölmiðlar eiga að upplýsa.
Það var ekki fyrr en í Kastljósi í gær sem nokkuð skýr fékkst af stöðunni. Það var Friðjón R. Friðjónsson, gestur þáttarins, sem skýrði myndina. Takk fyrir það Friðjón.
Á forsíðu Ríkisútvarpsins er að finna löngu úr sér gengna spá. Ekkert er gert til að uppfæra vitleysuna. Frammistaða fréttastofunnar er ómöguleg. Enn hefur ekki komið fram hvaða hlutverki fréttamaðurinn, sem var sendur vestur, gegnir. Hann er hið minnsta ekki krydd í óljósa uppskrift Ríkisútvarpsins.