„Samkvæmt samanburði á verðlagningu á bensíni og dísilolíu í 30 löndum njótum við Íslendingar þess vafasama heiðurs að vera þar á toppnum. Íslenskir neytendur borga hæsta verðið fyrir eldsneytið. Noregur kemur fast á hæla okkar. Þessi olíuframleiðsluþjóð, sem löngum hefur verið helsti birgir íslensku olíufélaganna, er þekkt fyrir hátt eldsneytisverð til neytenda,“ segir á vefsíðu FÍB.