Hægt er að leigja tveggja herbergja íbúð, á Spáni, fyrir minna en tuttugu þúsund krónur á mánuði og einbýlishús fyrir sjötíu þúsund á mánuði.
Þetta kemur fram í skrifum Björgvins Guðmundssonar viðskiptafræðings.
Hann segir að fjölda eldri borgara hafi flutt frá Íslandi til Spánar og sest þar að.
„Þar eð húsnæði miklu ódýrara en hér. Bæði eignarhúsnæði og leiguhúsnæði. Einnig er miklu ódýrara að lifa þar en hér. Þá er bensín og diesel olía talsvert ódýrari en hér,“ skrifar Björgvin.
Hann segir frá eldri hjónum, sem fyrir einu ári fluttu til Torriveja. „Þau gátu sparað svo mikið miðað við kostnaðinn á Íslandi, að þau gátu keypt sér 850 þúsund króna bíl á Spáni eftir árið.“ Björgvin segir marga eldri Íslendingar hafa flutt til Torriveja undanfarið. „Þar hefur myndast nokkurs konar Íslendinganýlenda.“