Greinar

Eldri borgarar í baráttu til að bæta hag næstu kynslóða

By Miðjan

December 26, 2024

Hrafn Magnússon skrifaði:

Nú líður senn að því að Héraðsdómur Reykjavíkur felli dóm sinn, hvort skerða megi lífeyrissjóðagreiðslur gagnvart eftirlaunum almannatrygginga.

Það skiptir ekki máli hverjar dómsniðurstöðurnar verða, málinu verður áfrýjað til Landsréttar, síðan væntanlega til Hæstaréttar og þaðan til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Eldri borgarar lifa ekki endalaust og mega satt best að segja engan tíma missa í réttindabaráttunni. Loks þegar þessum málaferlum lýkur og nauðsynlegum lagabreytingum, má þó hugga sig við það að næsta kynslóð mun njóta afrakstursins, ef einhver verður. Unga fólkið á Alþingi á líka eftir að verða eldri borgarar.