- Advertisement -

Eldri borgarar á flæðiskeri

Hrafn Magnússon:

Þegar ljóst er að enginn tekur lengur mark á stærsta félagi eldri borgara, svo og að tengslin við heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins hafa rofnað þá er engin furða þó menn séu hugsi yfir stöðunni.

Ėg er oft hugsi yfir vanmætti eldri borgara að koma baráttumálum sínum í höfn og þar á ég fyrst og fremst við nauðsynlegar kerfisbreytingar á lögum um almannatryggingar. Alþýðusamband Íslands hafði forystu að stofna félög eldri borgara og leitaði fyrirmynda til Norðurlanda en þó einkum til Svíþjóðar. ASÍ og reyndar fleiri launþegasamtök eiga því að vera bakhjarlar félaga eldri borgara og leggja til forystumenn úr röðum verkalýðsfélaganna sem nú eru komnir á eftirlaun.

Þessi tengsl hafa nú rofnað og er ljósasti votturinn sá að ekki er tekið tillit til baráttumála eldri borgara þegar gengið er frá kjarasamningum. Verst er þó ástandið í fjölmennasta félagi eldri borgara, þ.e. FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni en með ófyrirleitnum hætti yfirtók Sjálfstæðisflokkurinn stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þegar ljóst er að enginn tekur lengur mark á stærsta félagi eldri borgara, svo og að tengslin við heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins hafa rofnað þá er engin furða þó menn séu hugsi yfir stöðunni.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: