- Advertisement -

Eldmóður þeirra er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda núna

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifar:

Í gærkvöld, þegar við vorum eiginlega alveg viss um að þetta myndi hafast, áttuðum við okkur á því að við næðum kannski að skrifa undir fyrir miðnætti á mæðradeginum. Við urðum mjög glöð yfir því vegna þess að undirstaðan í baráttunni okkar er sú afdráttarlausa og einbeitta krafa að hefðbundin kvennastörf verði loksins verðmetin af réttlæti og sanngirni. Að við sem vinnum þau störf sem áður voru unnin af konum inni á heimilum fáum staðfestinguna á því að umönnun á fólki, viðhald á mannlegri tilveru, er það mikilvægasta í hverju samfélagi. Ástæðan fyrir því að ófaglærðar láglaunakonur sem vinna við að sinna öðru fólki eru lægst launaðasta vinnuaflið, ekki bara hér heldur alls staðar, er einbeittur vilji þeirra sem fara með völd til að hafa aðgang að vinnu-konum á útsöluverði. Einbeittur vilji til að leyfa því ekki að gerast að gildismatið breytist í alvöru og konu-vinna verði loksins viðurkennd sem það sem hún er: Algjörlega ómissandi, bæði til að viðhalda mannlegri tilveru og til að tryggja að verðmætaframleiðsla geti átt sér stað.

Láglaunakonunni hefur verið kennt að skammast sín fyrir launin, sem hún bar enga ábyrgð á. En skömmin var alltaf þeirra sem vildu ekki viðurkenna að hún væri undirstaðan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá hef ég meiri trú á að við kom­umst út úr því sem blas­ir við okk­ur núna.

Þess vegna vorum við glöð yfir því að skrifa undir á mæðradaginn. Baráttan fyrir því að þau handtök sem konur hafa unnið í gegnum aldirnar og halda áfram að vinna er ein sú mikilvægasta sem hægt er að hugsa sér. Samfélag sem viðurkennir ómissandi vinnuframlag kvenna er samfélag sem er færara til að takast á við öll þau stórkostlega mikilvægu og vandasömu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Samfélag sem heyrir og skilur réttlætisbaráttu ómissandi fólks hefur stigið mikilvægt skerf til að leiðrétta ekki aðeins kjör hinna lægst launuðu heldur líka til að leiðrétta hið sjúka ástand misskiptingar og stéttaskiptingar sem verður augljóslega að leiðrétta. Og til leiðrétta það að samfélag geti sætt sig við að hvíla á ofur-arðráni á konum.

Ég er innilega þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum fundið fyrir. Og ég er innilega þakklát fyrir allar þær hugrökku og mögnuðu manneskjur sem hafa barist staðfastar fyrir því að fá viðurkenningu á mikilvægi sínu. Og mér finnst að við hljótum öll að vera þeim þakklát. Eldmóður þeirra er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda núna.

Það sem knýr þetta fram eru nátt­úru­lega verk­föll­in, en svo er það þessi vilji fólks­ins til að heyja bar­átt­una sjálft. Þetta er ekki bara ég ein þó sum­ir vilji láta eins og það sé svo­leiðis. All­ar þess­ar kon­ur voru til­bún­ar að lýsa kjör­um sín­um, eins og í Reykja­vík, og lýsa vinnuaðstæðum sín­um með þess­ari djúpu sjálfs­virðingu. Það er margt at­huga­vert í ís­lensku sam­fé­lagi, en ég er alla­vega þakk­lát og glöð yfir því að við höf­um alla­vega þessa færni enn þá, að geta hlustað á hvort annað og heyrt þegar fólk tal­ar frá hjart­anu og seg­ir sann­leik­ann. Þá hef ég meiri trú á að við kom­umst út úr því sem blas­ir við okk­ur núna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: