Gunnar Smári skrifar: Í nýrri könnun YouGov fyrir CBS mælist Joe Biden með 51% á landsvísu en Donald Trump með 41%. Þetta er mikill munur 100 dögum fyrir kosningar. Minnir á þegar Michael Dukakis var með 17 prósentustig yfir George Bush 100 dögum fyrir kosningarnar 1988, mældist með 55% þegar Bush var með 38%. Niðurstaðan varð sú að Bush fékk rúm 53% atkvæða en Dukakis tæp 46%.
Sveiflað síðustu 100 dagana var 15 prósentustig upp fyrir Bush en 9 prósentustig niður fyrir Dukakis. Sama sveifla gæti gefið Donald Trump 56% atkvæða og lamið Joe Biden niður í 42%.
Ekki halda að kosningarnar í Bandaríkjunum séu búnar.