- Advertisement -

Ekki unnt að meta árangurinn

Ólafur Ísleifsson spurði unhverfisráðherra árangurinn af kolefnisgjaldi. Útilokað að nefnar nákvæmar tölur, sagði ráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur svarað spurningum frá þingmanninum Ólafi Ísleifssyni. Kannski má draga þá ályktun af spurningunum að Ólafur efist um kolefnisgjöldin og telji þau frekar vera nýja skatta en til stuðnings náttúrunni með minn bílanotkun.

Ólafur byrjaði á að spyrja: „Hve mikið hefur kolefnisgjald dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi árlega frá því gjaldið var ákvarðað og hvernig er árangurinn mældur og metinn?“

Og ráðherra svaraði: „Kolefnisgjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita hreinni lausna. Erfitt er að meta nákvæmlega árangur af gjaldinu, mælt í minni losun en ella hefði verið hefði gjaldið ekki verið sett. Unnið er að bættu mati á aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun vinnur að því mati með aðstoð erlends ráðgjafarfyrirtækis og er þar m.a. reynt að meta áhrif kolefnisgjalds og munu spár til framtíðar leggja mat á áhrif hinna ýmsu aðgerða stjórnvalda, þ.m.t. áhrif af kolefnisgjaldi.2

Já, þetta var svarið við fyrstu spurningu. „Þá er það spurning númer tvö: Hve mikið hefur kolefnisgjald dregið úr notkun ökutækja árlega frá því gjaldið var fyrst lagt á?“

Ráðherrar átti ekkert alvöru svar við spurningunni: „Útilokað er að nefna nákvæmar tölur í þeim efnum, en almennt er unnið að bættu mati á árangri aðgerða í loftslagsmálum. Almennt er talið að hægt sé að hafa áhrif á neyslu og hegðun með hagrænum aðgerðum og hefur til að mynda sýnt sig hér á landi að fjölgun sparneytnari ökutækja og vistvænna ökutækja má tengja beint við breytt kerfi skatta og gjalda á bíla og eldsneyti sem tók gildi 1. janúar 2011.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: