- Advertisement -

Ekki þjóðarsátt um þjóðarskömm

Sólveig Anna Jónsdóttir:
„…ef krafan um að láglaunafólk hætti að vera láglaunafólk og verði bara fólk…“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar:

„Ef við, verkafólk, eigum að sætta okkur við að þurfa að selja aðgang að vinnuaflinu okkar til þess að mega lifa, þá er það augljóslega grundvallarkrafa að við fáum nógu mikið í laun til þess að við getum átt ánægjulegt og gott líf. Sérstaklega þegar við horfum til þess að nákvæmlega ekkert lýðræði ríkir þegar kemur að því hvernig vinnustöðum okkar er stýrt (sem er auðvitað fáránlegt en það er önnur umræða) og að okkur er gert að vinna eins og stjórarnir ákveða, og að okkar þarfir eru ávallt settar neðar þörfum stjóranna um „rekstrarlega hagkvæmni“ eða hvað það nú er kallað. Það hljóta öll að sjá að það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum annarsvegar alla æfi á vinnustöðum þar sem við fáum litlu sem engu ráðið um hvað við gerum, hvernig við gerum það og hvenær við gerum það (ögun á vinnuaflinu er einn mikilvægasti þáttur nýfrjálshyggjunnar, að gera okkur „skilvirkari“ og „betri aðila“ að „góðri framleiðni“) og við eigum svo hins vegar í þokkabót að sætta okkur við ömurleg laun.
Á endanum er krafan auðvitað sú útópíska um frjálst samfélag jafningja en þangað er leiðin löng.

Þá er kerfið kjaftæði

Þú gætir haft áhuga á þessum

En upphafið á þeirri vegferð hlýtur að vera að ná árangri í því að tryggja að við sem vinnum vinnuna fáum nógu miklu úthlutað af arðinum sem verður til við vinnu okkar til að eiga gott líf sem er ekki sundurnagað að blankheitum og fjárhagslegu uppnámi. Ef þetta er svo byltingarsinnuð krafa að hún ógnar öllum stöðugleika kerfisins og hefur agaleg keðjuverkandi áhrif sem enda með Kúbu norðursins eða guð hjálpi okkur, býr til sci-fi gat í tímalínunni og færir okkur öll aftur til níunda áratugar síðustu aldrar ( eða hvaða upphrópanir eru notaðar til að hræða fólk til fylgispektar við stjórnun stjóranna), ef krafan um að láglaunafólk hætti að vera láglaunafólk og verði bara fólk er svo byltingarsinnuð að hún getur sett allt á annan endann, þá er það auðvitað, augljóslega og einfaldlega sönnum á því að kerfið, Hið íslenska vinnumarkaðsmódel, er kjaftæði og best geymt á hinum margumræddu ruslahaugum sögunnar.

Hafna þjóðarsátt um láglaunastefnu

Ég hafna því að hér eigi að ríkja þjóðarsátt um samræmda láglaunastefnu og hvet jafnframt ykkur öll til að ganga til liðs við baráttuna fyrir því að á Íslandi muni ekki sú þjóðarskömm tíðkast lengur að fólk sé nýtt til vinnu og svo sagt að éta það sem úti frýs um hver einustu mánaðarmót.

Það getur ekki ríkt þjóðarsátt um þjóðarskömm, erum við ekki sammála um það?“

Greinin birtst á Facebooksíðu Sólveigar Önnu. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: