Fréttir

Ekki „stela“ 800 milljónum af unga fólkinu

By Miðjan

April 12, 2021

Vilhjálmur Birgisson hefur benti á að í gær var lagt fram; „…alveg ótrúlegt frumvarp um breytingar á lífeyrissjóðum, en ein breytingin var að launafólk myndi byrja að greiða í lífeyrissjóði 18 ára í stað 16 ára.

Þetta þýðir sparnað fyrir atvinnulífið upp á tæpar 800 milljónir á ári. Hugsið ykkur það á að taka 800 milljónir af unga fólkinu og færa yfir til atvinnurekenda.

Ekkert mál að fresta greiðslum í lífeyrissjóði úr 16 árum í 18 ár en látið þá unga fólkið fá þessar 800 milljónir annaðhvort í formi 11,5% launahækkunar eða sem inneign í séreigna sjóði.

Ekki „stela“ 800 milljónum af unga fólkinu á ári með því að lauma svona frumvarpi í gegn!“