- Advertisement -

Ekki sjálfgefið að sveitarfélög styrkist við sameiningu

Safn- og tengivegir liggja undir skemmdum… …vegna vanrækslu samgönguyfirvalda.

Bjarni Jónsson.

„Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélög verði sterkari við sameiningu eða að það efli viðkomandi byggðarlög,“ sagði Bjarni Jónsson, varaþingmaður VG á Alþingi.

„Það er líka hætta á að stjórnvöld hlaupist frá ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu innviða byggðarlaga á landsbyggðinni sem standa höllum fæti. Lögþvingaðar sameiningar geta orðið leið til að skilja enn frekar eftir erfið verkefni hjá stærri sveitarfélögunum,“ sagði Bjarni. „Víða um land hefur ríkið verið að skera niður stoðþjónustu og grunninnviði sem eru forsenda góðra búsetuskilyrða. Safn- og tengivegir liggja undir skemmdum víða um land vegna vanrækslu samgönguyfirvalda og stjórnvalda, hvað þá að gengið sé í að gera það af alvöru að byggja þá upp. Góðar samgöngur og fjarskipti eru algjör forsenda þess að greiða fyrir vel heppnuðum sameiningum sveitarfélaga þar sem tengja þarf saman byggðir og tryggja jafnræði í aðgengi að stjórnsýslu, ákvarðanatöku og þjónustu. Eftirleikur óveðurs sem gekk yfir norðanvert landið berstrípaði svo eftir var tekið hve illa leikið svæðið er af stjórnvöldum, stofnunum þess og fyrirtækjum hvað varðar innviði og viðbúnað, hversu mikið skortir á öryggi á svo mörgum sviðum,“ sagði Bjarni Jónsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: