- Advertisement -

Ekki séns á að ég fagni Pence

Hörður Torfason skrifaði:

Hörður Torfason.

Ég minnist almennar vandlætingar íslenskra valdamanna og almennings á kröfum og aðgerðum atvinnubílstjóra vorið 2008 þegar þeir lokuðu og töfðu umferð í borginni. Á endanum voru þeir úðaðir með táragasi og aðgerðum þeirra lauk sneypulega. Nú bregður svo við að fulltrúi árásahneigðasta ríkis jarðar ákveður að koma hér við í einu friðsamasta ríki veraldar. Sennilega eina þjóðfélag heims sem ekki hefur her. Þessi einstaklingur upphefur sjálfan sig á kostnað meðbræðra sinna og breiðir út mannfyrirlitningu og hatur. Þá bregður svo við að íslensk stjórnvöld fá í hnén og gangast upp í því valda óteljandi manneskjum erfiðleikum með umferðartöfum í borginni. Ekki séns á að ég fagni Pence, né hans líkum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: