- Advertisement -

„Ekki óvanur að púað sé á mig“

…hvort heilbrigðisráðherra ætlar að láta af óbeit sinni á einkarekinni sjúkrahúsþjónustu…

„Ég er ekki óvanur því að púað sé á mig,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins.

„Heilbrigðiskerfi víða um heim eru núna undir ágjöf vegna kórónuveirufaraldursins, ekki síst á Íslandi. Gerð hefur verið athugun, t.d. í Bretlandi, á öðrum fórnarlömbum kórónuveirunnar en þeim sem sýkjast af Covid, þ.e. fólki sem er á biðlista eftir aðgerðum, en kemst ekki að vegna álags sem er á heilbrigðisstofnunum og lifir ekki af veruna á biðlista og er þess vegna óbeint fórnarlamb kórónuveirunnar. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið þanið til hins ýtrasta og menn vinna þar kraftaverk á hverjum degi. Það segir okkur hvernig ástandið er, að það mun taka þó nokkuð langan tíma að vinna niður þann kúf sem menn hafa orðið að ýta til hliðar vegna ástandsins. Þá er ég að tala um uppsafnaðan fjölda á aðgerðum, vegna þess að nú eru engar valkvæðar aðgerðir gerðar á Landspítalanum, svo að dæmi sé nefnt. Sem dæmi um valkvæðar aðgerðir eru hjartaþræðingar, liðskiptaaðgerðir o.s.frv. Fram kom, í nýlegu svari heilbrigðisráðherra til þess sem hér stendur, að til standi að setja upp liðskiptasetur á Akranesi, en það á að taka til starfa í janúar 2022. Þannig að allt næsta ár og það sem eftir lifir af þessu munu hlaðast upp enn lengri biðlistar í liðskiptaaðgerðir. Nú þarf allar hendur á dekk, herra forseti. Það þarf að taka þeim boðum sem rétt eru fram um að létta undir í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn sagðist hafa lesið viðtal Ásdísi Höllu Bragadóttur i Klínikinni í Ármúla, þar sem hún sagði mögulegt; „….að taka við 130 sjúklingum af Landspítalanum og leysa þar með nokkurn fráflæðisvanda. Hún fær ekki svar. Og nú á eftir, í umræðum við heilbrigðisráðherra um þessi mál, verður að koma í ljós hvort heilbrigðisráðherra ætlar að láta af óbeit sinni á einkarekinni sjúkrahúsþjónustu og þiggja hjálpina sem að henni er rétt til að laga biðlista.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: