Það eru sannarlega fleiri en dómsmálaráðherra sem verða að víkja.
Guðmundur Gunnarsson skrifar:
Unnur Brá Konráðsdóttir var forseti Alþingis þegar atkvæðagreiðslan fór fram árið 2017 og bar upp tillöguna um að kosið yrði um alla dómara í einu. Nú er hún aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis varði sérstaklega hvernig staðið var að atkvæðagreiðslunni á sínum tíma og sendi skrifstofa Alþingis forseta Íslands greinargerð þar sem verklagið var réttlætt.
Hæstiréttur komst síðar að þeirri niðurstöðu að Alþingi hefði brotið lög með því að kjósa um alla dómarana í einu en ekki hvern og einn.
Mannréttindadómstóllinn bendir sérstaklega á þetta og telur að með þessu hafi Alþingi skaðað trúverðugleika skipunarferlisins.
Það eru sannarlega fleiri en dómsmálaráðherra sem verða að víkja.