- Advertisement -

Ekki nóg að Sigríður segi af sér

Það eru sannarlega fleiri en dómsmálaráðherra sem verða að víkja.


Guðmundur Gunnarsson skrifar:

Unnur Brá Konráðsdóttir var forseti Alþingis þegar atkvæðagreiðslan fór fram árið 2017 og bar upp tillöguna um að kosið yrði um alla dómara í einu. Nú er hún aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis varði sérstaklega hvernig staðið var að atkvæðagreiðslunni á sínum tíma og sendi skrifstofa Alþingis forseta Íslands greinargerð þar sem verklagið var réttlætt. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hæstiréttur komst síðar að þeirri niðurstöðu að Alþingi hefði brotið lög með því að kjósa um alla dómarana í einu en ekki hvern og einn. 
Mannréttindadómstóllinn bendir sérstaklega á þetta og telur að með þessu hafi Alþingi skaðað trúverðugleika skipunarferlisins.

Það eru sannarlega fleiri en dómsmálaráðherra sem verða að víkja.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: