„Formaður Sjálfstæðisflokksins lætur hins vegar ekki ná í sig og þegir þunnu hljóði þegar kemur að ólögmætri aðför matvælaráðherranns að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Hann þegir þunnu hljóði og vonar örugglega innst inni að þessi umræða hljóti alveg að fara að klárast – hann þurfi ekki að taka afstöðu, hann þurfi ekki að taka stöðu með fólkinu í landinu gagnvart gerræði vinstri grænna og hann þurfi ekki að standa með atvinnulífinu. Það er af sem áður var þegar Sjálfstæðisflokkurinn var flokkur atvinnulífs og einstaklingsins og barðist fyrir farsæld þjóðar,“ skrifar Bergþór Ólason Miðflokki í Mogga dagsins.
„Það er oft sagt að límið í ráðherrastólunum sé sterkt – en þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er það sterkara en sjálfbær og lögleg nýting auðlinda við Ísland, sterkara en stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi og sterkara en hagsmunir fólksins í landinu. Þá vitum við það.“