"Ég ber virðingu fyrir því fólki sem hefur ákveðið að hasla sér völl innan Bjartar framtíðar og geri ekki lítið úr mati þess fólks að það hafi verið nauðsynlegt að stofna slík stjórnmálasamtök."

Fréttir

Ekki markmið Bjartrar framtíðar að líkjast Framsóknarflokki

By Miðjan

June 10, 2014

Stjórnmál Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það ekki sérstakt markmið að líkjast Framsóknaflokki, þetta sagði hann í morgunútvarpi rásar 2. Guðmundur tók hins vegar einarða afstöðu gegn Framsóknarflokknum eins og hann birtist nú. Hann sagði sjónarmið Framsóknarflokksins, eins og þau birtust fyrir kosningarnar, á öndverðum meiði við sjónarmið síns flokks.

Hann var spurður að því hvort Björt framtíð væri stjórnmálaafl á borð við gamla Framsóknarflokkinn; miðjuflokk opinn í báða enda. Björt framtíð hefur myndað meirihluta bæði til hægri og vinstri í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna fyrir skemmstu.

Sjónarmiða eins og gætti í liðnum sveitarstjórnarkosninguma, um að leyfa ekki moskubyggingar, væru algjörlega á hinum pólnum við stefnu Bjartrar framtíðar.

Stjórnmál Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það ekki sérstakt markmið að líkjast Framsóknaflokki, þetta sagði hann í morgunútvarpi rásar 2. Guðmundur tók hins vegar einarða afstöðu gegn Framsóknarflokknum eins og hann birtist nú. Hann sagði sjónarmið Framsóknarflokksins, eins og þau birtust fyrir kosningarnar, á öndverðum meiði við sjónarmið síns flokks.

Hann var spurður að því hvort Björt framtíð væri stjórnmálaafl á borð við gamla Framsóknarflokkinn; miðjuflokk opinn í báða enda. Björt framtíð hefur myndað meirihluta bæði til hægri og vinstri í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna fyrir skemmstu.

Sjónarmiða eins og gætti í liðnum sveitarstjórnarkosninguma, um að leyfa ekki moskubyggingar, væru algjörlega á hinum pólnum við stefnu Bjartrar framtíðar.