- Advertisement -

Ekki láta ljúga að ykkur

Ekki láta ljúga að ykkur.

1. Ef ríkið vill styrkja innviði getur það prentað peninga, eins mikið og það vill alveg þar til peningaprentunin fer að valda óþarfa verðbólgu. Nýting á söluverði banka hefur auk þess sömu áhrif á verðlag og prentun peninga. En ríkið þarf ekki fyrst að leggja á skatta eða selja eignir sínar áður en það hefur framkvæmdir.

2. Síðast héldu Sjálfstæðismenn því fram að þeir þyrftu að selja vinum sínum Símann til að geta byggt spítala. Hvað varð um þá peninga?

3. Skaði landsmanna af bönkum í einkaeigu er margfaldur á við þann skaða sem ríkisbankar hafa valdið; munurinn er eins og stærðarmunur á húsflugu og steypireyði.

4. Verst rekni bankinn í dag, Arion, er einkabanki á meðan Íslandsbanki og Landsbanki eru í eigu ríkisins. Óhófleg og heimskuleg lán Arion hefur skaðað uppbyggingu ferðaþjónustunnar (WOW), skaðað atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum (United Silicon) o.s.frv. Banki keyrður áfram á gróðafíkn skekkir samfélagið og smitar sjúkum viðhorfum út í samfélagið.

5. Bankarnir hafa sogað til sín í hagnað um 2% af landsframleiðslu frá Hruni. Í stað þess að skrúfa fyrir það arðrán ætlar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að gefa þessa uppsprettu til hinna ríku og magna með því enn drottnunarvald þeirra yfir samfélaginu, yfir þínu lífi. Ekki láta ljúga að ykkur. Ekki aftur. Enn og aftur.

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: