„Það má klárlega halda því fram að orð vikunnar sé „íþyngjandi“. Sitt sýnist hverjum um notkun ferðamálaráðherra á orðinu um bílaleiguna Procar. Miðað við þau brot sem virðast hafa verið framin af stjórnendum og starfsfólki þeirrar bílaleigu leggst það ekki vel í landann að kalla afturköllun á starfsleyfi bílaleigunnar „íþyngjandi“. Það er mjög skiljanlegt, enda sönnunargögnin um brotin frekar ótvíræð og svívirðileg. Það er þó rétt hjá ráðherra, sem ég þarf alls ekkert að taka undir, að tæknilega útskýringin á starfsleyfissviptingu er íþyngjandi aðgerð. Ef eitthvað þá er ráðherra bara að vera nákvæm. Óheppilega nákvæm því orðavalið snertir skiljanlega réttlætiskennd fólks,“ þetta skrifaði Björn Leví í grein sem birtist í Mogganum í dag.
Í febrúar 2016 var mikið rætt um kennitöluflakk og hvað væri hægt að gera til að sporna við að sömu menn stofnuðu fyrirtæki eftir fyrirtæki og keyrðu þau í þrot, aftur og aftur. Þá var Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í frétt RÚV stendur:
„Ráðherrann óttast að það sé of íþyngjandi fyrir nýsköpunarfyrirtæki og er með annað frumvarp í smíðum.“
Ekkert var gert til að sporna við kennitöluflakki.