Eðvarð Júlíus Sólnes, fyrrverandi ráðherra, skrifaði á Facebook um muninn á efnahagsgerðum hér á landi og svo í Bandaríkjunum.
„Það er fróðlegt að bera saman aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að milda efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og íslenzkra stjórnvalda. Heyrði í bandarískum vini mínum í dag, sem sagði mér, að Trump hefði gefið út tilskipun þess efnis, að 500 milljörðum USD yrði varið til þess að hjálpa öllum fjölskyldum í landinu, 300 milljörðum til þess að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum, 150 milljörðum til að hjálpa félögum í flugrekstri og 50 milljörðum fyrir bílaframleiðsluiðnaðinn. Sem sagt helmingur 1000 milljarða til heimilanna í landinu og hinn til atvinnulífsins. Á Íslandi er öllum fjármunum varið til þess að hjálpa atvinnulífinu, en fjölskyldurnar í landinu fá ekki neitt.“