Úlfar Hauksson skrifar:
Hér er framkvæmdastjórinn að lýsa því sem hann kannski þekkir best sjálfur og kann best við bæði á Íslandi sem og Rússlandi og Hvíta rúss.
Hrærigrauturinn sem boðið er upp á í þessu viðtali er bæði bragðdaufur og næringasnauður og ber þess merki að vera eldaður og borinn fram í flýti til að redda fyrir horn. Kíkkum aðeins á tvo punkta: Framkvæmdastjórinn svarar svo þegar vinfengi hans við ólígarkann er borið upp á hann: „Það liggur auðvitað í orðanna hljóðan – viðskiptavinir – það bara felur í sér að þú ert vinur viðskiptavina þinna. Og auðvitað bara þekki ég Moshensky vel“! Nei Binni…. viðskiptavinur er annað en persónulegur vinur. Vissulega getur verið persónulegur vinskapur á milli viðskiptavina… en forskeytið viðskipta- skilur á milli. Ekki bulla….. Binni. Og svo þetta: „Í hvaða landi sem þú ert þá geturðu ekki starfað lengi í óþökk stjórnvalda. Hvort sem það er í Kína, á Íslandi, í Bandaríkjunum eða hvar það er. Þú verður að fara eftir lögum og reglum þess lands sem þar eru og undir það verðurðu að beygja þig“! Hér er framkvæmdastjórinn að lýsa því sem hann kannski þekkir best sjálfur og kann best við bæði á Íslandi sem og Rússlandi og Hvíta rúss. Samkurl og sérhagsmunagæsla stjórnmálamanna og óligarka. Að þóknast stjórnvöldum – og beygja sig undir þau – er ekki forsenda þess að fara eftir lögum og reglum. Hér er Binni að lýsa alræði en ekki opnu og frjálslyndu lýðræðissamfélagi… Ekki bulla… Binni….!