Fréttir

Ekki bankasala – heldur úthlutun

By Miðjan

April 07, 2022

Bjarni Benediktsson komst vel að orði í hádegisfréttum. Þar talaði hann um að þau sem fengu að kaupa Íslandsbanka, hafi fengið bankann í úthlutun.

„En í ljósi þess að ég hef ekki komið með nokkrum hætti að því að ákveða úthlutun til einstakra aðila, heldur giltu um það almennar gegnsæjar reglur, þá finnst mér það alveg getað staðist skoðun,“ sagði Bjarni.