- Advertisement -

Ekkert um nýjan Landspítala

Alþingi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, vakti máls á að í ríkisfjármálaáætlun er ekki stafur um byggingu nýs Landspítala. Hún vitnaði til viljayfirlýsingarnar sem gerð var þegar skrifað var undir kjarasamninga lækna snemma í janúar. Þar sagði meðal annars; „…bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu við almenning.“

Bjarkey sagði að þar sem ekki er gert ráð fyrir byggingunni sé ekki nema von að spurt sé; „…hvort eitthvert innihald sé á bak við þau fögru orð sem gefin voru í janúar. Það segir í nefndaráliti minni hluta fjárlaganefndar um ríkisfjármálaáætlun, með leyfi forseta:

„Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að ekki hafi farið fram nauðsynleg undirbúningsvinna til að hægt sé að setja inn áætlun um uppbyggingu Landspítalans og telur að of miklar fjárfestingar af hálfu ríkisins geti raskað þeirri langtímaáætlun sem hér er lögð fram og gæti kallað á niðurskurð til að svigrúm gæti skapast í rekstrinum fyrir slíkra fjárfestingu. “

Bjarkey sagði að þarna kæmi það alveg kvitt og klárt fram að ef Landspítali verður byggður tekur það í einhvers staðar annars staðar og í einhverri þjónustu sem væntanlega er þá í heilbrigðis- eða velferðarkerfinu eða í menntakerfinu. „Það stendur því ekki enn sem komið er steinn yfir steini ef ekki verður gerð gríðarleg breyting á þeirri ríkisfjármálaáætlun sem hér liggur fyrir ef menn ætla að standa við þau stóru orð sem undirrituð voru í viljayfirlýsingunni gagnvart læknum, nema önnur viljayfirlýsing verði undirrituð á þessum dögum þegar vonandi verða gerðir kjarasamningar við hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk á spítölunum sem hafa verið í verkfalli allt of lengi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: