- Advertisement -

Ekkert svigrúm til launahækkanna

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka avinnulífsinsm brýnir sitt lið vegna kjarasamninganna. Hann vill sýnilega þétta raðirnar. Til þess birtir hann grein í Mogga dagsins.

„Það er ekki svig­rúm til mik­illa launa­hækk­ana,“ skrifar formaðurinn og segir að hér verði að ríkja efnahagslegur stöðugleiki. Þá er hann væntanlega að meina stöðugleiki fyrirtækjanna ekki en ekki launafólks.

En þrátt fyrir svartnættið sér Eyjólfur Rafn ástæðu til að fagna. Hann gleðst yfir að hafa fengið ríkisstjórn sér að skapi

„Frá því rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur var mynduð hef­ur skap­ast festa í lög­gjaf­ar­starf­inu en öfl­ug stjórn­ar­andstaða veit­ir mál­efna­lega and­stöðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í öllum fögniðunum eru skuggar:

„Á lista um sam­keppn­is­hæfni þjóða hef­ur Ísland ekki sótt fram sem skyldi en sam­keppn­is­hæfn­in hef­ur af­ger­andi áhrif á lífs­kjör íbú­anna. Hér þarf að ríkja efna­hags­leg­ur stöðug­leiki.“

Svo segir formaðurinn: „Tak­ist að bregðast rétt við þess­um áskor­un­um er unnt að auka fjöl­breytni í at­vinnu­líf­inu, út­flutn­ings­starf­sem­in mun efl­ast, arðsemi batna og verðmæta­sköp­un aukast.“

Eyjólfur Árni boðar hörku í kjarasamningunum.

„Framund­an eru kjara­samn­ing­ar á vinnu­markaði. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa ákveðið að nálg­ast viðræðurn­ar af ábyrgð og hóf­semd. Það er ekki svig­rúm til mik­illa launa­hækk­ana en með því að end­ur­skoða ýmis ákvæði kjara­samn­inga, meðal ann­ars um skil­grein­ingu vinnu­tíma, má skapa for­send­ur til kjara­bóta handa þeim sem helst þurfa á því að halda. Það er al­veg skýrt að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins munu ekki gera kjara­samn­inga við viðsemj­end­ur sína sem taka vænt­an ávinn­ing jafn­h­arðan til baka í hækkuðu verðlagi.“

Og svo sneiðir hann að forystu verkafólks.

„Það þarf sterka for­ystu bæði at­vinnu­rek­enda og verka­lýðshreyf­ing­ar til að leggja grunn að kjara­samn­ing­um til næstu ára. Það er ekki styrk­leika­merki að boða átök held­ur þvert á móti. Það munu all­ir tapa komi til átaka á vinnu­markaði, allra mest þeir sem lak­ast standa og síst skyldi.“

Þakka ber Eyjólfi Árna fyrir að tala þó þetta skýrt. Það er ekkert svigrúm til launahkkana. Hann opnar á að stytta vinnutímann sem gerir mörgu fólki léttara með að vera í tveimur eða þremur vinnum til að ná endum saman. Kannski verður niðurstaða samninganna sú.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: