Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka avinnulífsinsm brýnir sitt lið vegna kjarasamninganna. Hann vill sýnilega þétta raðirnar. Til þess birtir hann grein í Mogga dagsins.
„Það er ekki svigrúm til mikilla launahækkana,“ skrifar formaðurinn og segir að hér verði að ríkja efnahagslegur stöðugleiki. Þá er hann væntanlega að meina stöðugleiki fyrirtækjanna ekki en ekki launafólks.
En þrátt fyrir svartnættið sér Eyjólfur Rafn ástæðu til að fagna. Hann gleðst yfir að hafa fengið ríkisstjórn sér að skapi
„Frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð hefur skapast festa í löggjafarstarfinu en öflug stjórnarandstaða veitir málefnalega andstöðu.“
Í öllum fögniðunum eru skuggar:
„Á lista um samkeppnishæfni þjóða hefur Ísland ekki sótt fram sem skyldi en samkeppnishæfnin hefur afgerandi áhrif á lífskjör íbúanna. Hér þarf að ríkja efnahagslegur stöðugleiki.“
Svo segir formaðurinn: „Takist að bregðast rétt við þessum áskorunum er unnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu, útflutningsstarfsemin mun eflast, arðsemi batna og verðmætasköpun aukast.“
Eyjólfur Árni boðar hörku í kjarasamningunum.
„Framundan eru kjarasamningar á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að nálgast viðræðurnar af ábyrgð og hófsemd. Það er ekki svigrúm til mikilla launahækkana en með því að endurskoða ýmis ákvæði kjarasamninga, meðal annars um skilgreiningu vinnutíma, má skapa forsendur til kjarabóta handa þeim sem helst þurfa á því að halda. Það er alveg skýrt að Samtök atvinnulífsins munu ekki gera kjarasamninga við viðsemjendur sína sem taka væntan ávinning jafnharðan til baka í hækkuðu verðlagi.“
Og svo sneiðir hann að forystu verkafólks.
„Það þarf sterka forystu bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar til að leggja grunn að kjarasamningum til næstu ára. Það er ekki styrkleikamerki að boða átök heldur þvert á móti. Það munu allir tapa komi til átaka á vinnumarkaði, allra mest þeir sem lakast standa og síst skyldi.“
Þakka ber Eyjólfi Árna fyrir að tala þó þetta skýrt. Það er ekkert svigrúm til launahkkana. Hann opnar á að stytta vinnutímann sem gerir mörgu fólki léttara með að vera í tveimur eða þremur vinnum til að ná endum saman. Kannski verður niðurstaða samninganna sú.