Fréttir

Ekkert Reykjavíkurbréf í Moggganum

By Miðjan

April 20, 2019

Svo ber til þessa helgina að ekkert Reykjavíkurbréf er finna í Mogganum. Engar skýringar er að finna um hvað veldur. Ekki er enn vitað hversu langt er síðan að hefðin var síðast rofin. Kannski er þetta í fyrsta sinn.

Lesendur Moggans hafa gengið að Reykjavíkurbréfinu á sínum stað, í áraraðir. Til að fara svo langt frá hefðinni er ekki léttvægt. Ákvörðun ritstjórnarinnar hefur eflaust verið erfið. Mogginn mun eflaust skýra fyrir áskrifendum hvað veldur.