- Advertisement -

Ekkert nýtt í kjaraviðræðunum

Það er launaliðurinn, sem skiptir mestu máli fyrir þá lægst launuðu.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Það er nú komið í ljós, að ekkert nýtt er að gerast í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Þegar VR og Efling ákváðu að fresta verkfalli var sagt, að kominn væri nýr grunnur í kjaraviðræðurnar ,nýr sáttatónn. En nú er komið í ljós, að enginn nýr grunnur var kominn.

Atvinnurekendur hafa ekkert boðið nýtt, ekki neina frekari launahækkun. Það eina, sem hefur heyrst er, að SA hafi færst eitthvað nær verkalýðsfélögunum í vinnutímamálinu!

En það er launaliðurinn,sem skiptir mestu máli fyrir þá lægst launuðu, sem ekki hafa nóg fyrir framfærslu; þeir hafa 235 þús. krónur á mánuði eftir skatt.

Það er með ólíkindum, að VR og Efling skyldu fresta verkfallinu án þess að hafa fengið nokkurt nýtt tilboð. Fagurgali framkvæmdastjóra SA var það eina, sem fram kom á síðasta samningafundi fyrir boðað verkfall en það var ekkert nýtt. Fagurgali framkvæmdastjórans hefur alltaf verið til staðar.

Sennilega hefur ríkisstjórnin þrýst á VR og Eflingu að fresta verkfallinu á þeim forsendum, að ekki mætti stuðla að gjaldþroti Wow air. En gjaldþrot Wow air varð enda þótt verkfalli væri frestað. Áróður SA og ríkisstjórnarinnar gegn verkafólki heldur áfram með auknum, krafti. Nú eru málaðar nýjar dökkar myndir af útliti í efnahagsmálum. Lægst launaða verkafólkið má alls ekki fá kjarabætur þá fer allt í hund og kött í efnahagsmálum, það er boðskapurinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: