- Advertisement -

Ekkert mun koma út úr sprikli Guðlaugs

…þeir nota Ísland en munu aldrei samþykkja að Íslandi noti Bandaríkin.

Gunnar Smári skrifar:

Sjálfstæðisflokksmenn hafa ætíð óbilandi trú á persónulegum tengslum sínum við Bandaríska ráðamenn, taka kurteisi þeirra sem sérstökum vinahótum. Þegar George W. Bush kallaði herinn heim þvældist Davíð Oddsson á leigubíl um New York í von um að fá fund með Bush, sem þá var í borginni; hringdi og hringdi en fékk ekkert svar. Bandarískir ráðamenn gefa ekkert fyrir Sjálfstæðisflokksmenn eða Íslendinga almennt, telja sig ekkert skulda þessu fólki. Það mun því ekkert koma út úr þessi sprikli Guðlaugs. Og það sem meira er, fullkomið áhugaleysi Pompeo og félaga mun ekki opna augu Guðlaugs fyrir því að samskipti Bandaríkjastjórnar við Íslendinga er einstefna frá sjónarhóli Pompeo og Trump, þeir nota Ísland en munu aldrei samþykkja að Íslandi noti Bandaríkin.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: