Upp á stafkrók sama niðurstaða og 1994-1998.
Guðmundur Gunnarsson skrifar:
Þetta er upp á stafkrók sama niðurstaða og borgarstjórn Rvíkur í samráði við þáverandi ríkisstjórn komst að þegar ég var borgarstjórnarmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn tímabilið 1994-1998, enda hafa forsendurnar ekkert breyst – og munu ekkert breytast en afleiðingarnar bitna á landsmönnum með vaxandi umferðaröngþveiti. Ekkert hefur gerst í málinu, nákvæmlega ekkert.
„Lágbrú yfir Kleppsvík sé fýsilegri kostur en jarðgöng. Bæði er hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, þ.e. bílandi, almenningssamgöngur, gangangi og hjólandi.
Síðari áfangi Sundabrautar mun síðan ná frá Gufunesi um Geldinganes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð að tengingu við Vesturlandsveg.“