- Advertisement -

Ekkert fyrir fátæka, mikið fyrir ríka

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, var nokkuð harðorður í garð ríkisstjórnarinnar við stjórnmálaumræðuna í gærkvöld. Í ræðu sinni talaði hann meðal annars um aðgerðarleysi, og jafnvel hindranir, ríkisstjórnarinnar í málum þess fólks sem er verst sett og svo hversu dælt stjórnin geri sér við ríkasta fólk landsins og stöndugustu fyrirtækin.

Ríkissstjórnin hreyfir hvorki legg né lið

„Ríkisstjórnin hefur reynst ófáanleg til að taka á málefnum tekjulægsta fólksins og millitekjufólks, ófáanleg til að leysa vanda öryrkja og bótaþega og leggur stein í götu okkar sem reynum hér á Alþingi að höggva utan af þessu fólki klakabrynju fátæktarinnar. Hún hefur reynst ófáanleg til að nýta persónuafsláttinn í þágu þeirra sem lægstar hafa tekjurnar,“ sagði Ólafur og hélt áfram:

„Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis ekki hreyft legg eða lið til að létta oki verðtryggingarinnar af heimilum og atvinnufyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur upplýst í svari við fyrirspurn frá þeim sem hér stendur að á liðnum fimm árum hafi verðbætur vegna íbúðalána numið 15 milljörðum vegna almennra verðhækkana, en 118 milljörðum vegna hækkunar þessa húsnæðisliðar vísitölunnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
„En þessari ríkisstjórn liggur á í ýmsu tilliti. Henni liggur á að lækka bankaskattinn, ekki um 20 til 30 prósent, ekki um 40til 50 próesnt, heldur um meira en 60 prósent.“

Ríkissstjórninni liggur á

Þá kom Ólafur að veiðigjöldum og bankaskatti. „En þessari ríkisstjórn liggur á í ýmsu tilliti. Henni liggur á að lækka bankaskattinn, ekki um 20 til 30 prósent, ekki um 40til 50 próesnt, heldur um meira en 60 prósent. Þar eru milljarðar sem hún ætlar að gefa úr ríkissjóði svo nýtist jakkafötum í bankabónusa. Henni liggur á að færa milljarða til fyrirtækja sem hafa hagnast vel og hafa greitt eigendum arð langt umfram veiðigjöld. Henni liggur á. Já, henni liggur líka á að lækka tekjuskatt þannig að þeir fái mest sem hæstar hafa tekjurnar. Henni liggur á þegar þeir eiga í hlut sem betur mega sín. Hún skirrist ekki við að frysta mál þeirra sem leitast við að rétta tekjulægstu hópunum hjálparhönd. Við borð liggur að ríkisstjórnin reki hernað á hendur hinum fátæku í þágu hinna efnameiri.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: