Gunnar Smári skrifar:
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og vonarstjarna Brynjars/SigríðarAndersen-arms Sjálfstæðisflokksins í Suðvestri náði ekki öruggu þingsæti. Hann vantaði 99 atkvæði til að ná öðru sætinu, 94 atkvæði til að ná þriðja sætinu og 39 atkvæði til að ná fjórða sætinu. Það munaði sem sé litlu að prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðvestri yrði fréttnæmt, en svo varð ekki. Þingmennirnir röðuðu sér í sætin sem flokkurinn hefur möguleika á að ná miðað við kannanir. Eina breytingin varð að Jón Gunnarsson rétt marði annað sætið af Bryndísi Haraldsdóttur.
Annars eru skilaboð Sjálfstæðisflokksmanna í Kraganum þau að allt sé harla gott í flokknum. Og þó. Ef við metum umboð frambjóðenda þá var það svona:
Annars eru skilaboð Sjálfstæðisflokksmanna í Kraganum þau að allt sé harla gott í flokknum. Og þó. Ef við metum umboð frambjóðenda þá var það svona:
- Bjarni Benediktsson 81% atkvæða
- Jón Gunnarsson 24% atkvæða
- Bryndís Haraldsdóttir 34% atkvæða
- Óli Björn Kárason 41% atkvæða
- Arnar Þór Jónsson 48% atkvæða
Það er ekki hægt að lesa úr þessu annað en að hver frambjóðandi hafi komið með sitt fólk á kjörstað. Þarna er enginn afgerandi vilji hópsins alls. Nema hvað 4/5 Sjálfstæðisflokksmanna í Kraganum vilja að Bjarni formaður leiði listann. Það er svipaður stuðningur og Katrín Jakobsdóttir fékk í prófkjöri VG í Reykjavík, en 85% flokksmanna vildu Katrínu í annað hvort fyrsta sætið í Reykjavík (þetta er því ekki alveg sambærilegt).