- Advertisement -

Ekkert að frétta hjá Bjarna

Hanna Katrin Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, skrifaði:

Vandinn sem steðjar nú að heilbrigðiskerfinu okkar er margþættur. Mjög ofarlega á lista er sú áskorun að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks. Ekki síst liggur fyrir að skortur á hjúkrunarfræðingum er viðvarandi og vaxandi vandi sem þarf að ráða bót á ef ekki á að fara verulega illa. Eftirfarandi setningar sýna aðeins lítið brot af þeirri umræðu sem átti sér stað meðal gesta á fundum velferðarnefndar Alþingis nú í vikunni:

  • … Fíllinn í herberginu er sá að hjúkrunarfræðingar á Íslandi eru kvennastétt.
  • … Hjúkrunarfræðingar upplifa niðurlægingu af því að það er ekki verið að semja við stéttina.
  • … Það er alltaf þessi tónn gagnvart okkur.
  • … Gerðardómurinn situr í stéttinni.
  • … Af þeim sem útskrifast, eru 25% hættir að vinna við fagið innan 5 ára.
  • … Það er enginn vafi á því að það er kynbundinn launamunur sem er samfélaginu til skammar.

Vorið 2018 lagði þingflokkur Viðreisnar ásamt meðflutningsfólki úr hópi Samfylkingar og Pírata fram þingsályktunartillögu um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta á Íslandi. Til grundvallar lágu niðurstöður rannsóknar sem Hagstofa Íslands vann árið 2015 fyrir aðgerðarhóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins sem sýndu að konur höfðu að meðaltali rúmlega 13% lægri laun en karlar. Helsta skýringin er sú að íslenskur vinnumarkaður er kynbundinn. Fjölmennar kvennastéttir í heilbrigðis- og kennslustörfum fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir.

Nýjar fréttir daglega.

Miðjan.is

Tillagan var útvötnuð í meðförum meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem vildi ekki samþykkja að stefnt yrði að samkomulagi um átak til að leiðrétta kjör þessara stétta og að leitast yrði við að ná samstöðu allra helstu samtaka innan verkalýðshreyfingarinnar um slíkt átak í kjarasamningum eins og minnihluti Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Miðflokks í nefndinni lagði til. Þess í stað varð endanleg niðurstaða sú að Alþingi ályktaði að fela fjármála- og efnahagsráðherra að efna til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um leiðir til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra starfsstétta sem vinna hjá hinu opinbera. Ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta, m.a. til að draga fram kynbundinn launamun.

Ég hef spurst fyrir, það er ekkert að frétta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: