Vinnumarkaður
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og VLFA, skrifaði:
„Þetta er eitt af því sem við sömdum um við stjórnvöld í síðustu kjarasamningum og mikilvægt fyrir fólk að kanna hvort það hafi fengið umræddan vaxtastyrk inn á skattur.is.
Sérstakur vaxtastuðningur var til að mæta auknum vaxtakostnaði heimila. Við söndum um að á árinu 2024 verða greiddir út allt að 7 milljarðar króna í sérstakan vaxtastuðning til heimila með íbúðalán.
Einnig sömdum við um hækkun barnabóta sem á að hafa skilað sér að hluta til barnafjölskyldna. En við sömdum við stjórnvöld um að framlög til barnabóta hækki um 3 milljarða króna á þessu ári og um 2 milljarða króna á árinu 2025 og verða þá orðin um 21 milljarður króna á ári.“