- Advertisement -

Einvígi milli Framsóknar og Miðflokks

En líklegt að sá þeirra, sem tapar visni smátt og smátt upp og hverfi af vettvangi.

„Í ljósi þess, hvernig mál hafa þróast varðandi Orkupakka 3 eru nánast engar líkur á því að hann verði stöðvaður í meðferð þingsins af völdum þingmanna Sjálfstæðisflokks. Þótt allmargir þeirra hafi á undanförnum mánuðum lýst miklum efasemdum er ljóst að þeir munu fylgja þeim ráðherrum flokksins, sem hafa forræði málsins,“ þetta skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fá sína sneið:

„Og jafnframt fer ekki á milli mála að forystusveit Sjálfstæðisflokksins sér hvorki ástæðu til að veita eftirtekt samþykktum síðasta landsfundar né þeirri sterku undiröldu, sem er meðal almennra flokksmanna vegna málsins. Hvaða áhrif sú afstaða kann að hafa síðar er annað mál.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir gerir ráð fyrir sögulegu uppgjöri:

„Hins vegar má ætla að öðru máli gegni um þingmenn Framsóknarflokksins. Á milli Framsóknarflokksins og Miðflokksins, sem er undir forystu fyrrum formanns Framsóknarflokksins stendur yfir eins konar pólitískt einvígi. Það blasir ekki við, hvor flokkurinn fer með sigur af hólmi í því einvígi. En líklegt að sá þeirra, sem tapar visni smátt og smátt upp og hverfi af vettvangi.

Sterkasta vopnið, sem Miðflokkurinn hefur fengið í þeirri baráttu, er Orkupakki 3, sem flokkurinn hefur snúizt gegn. Láti þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins málið fara í gegn með þeirra samþykki má vel vera að þar með hafi þeir grafið sína eigin gröf. Og í ljósi þess að í þingflokki Framsóknar hafa verið uppi sterkar efasemdir um málið á undanförnum mánuðum, er erfitt að trúa því, að þeir láti blekkjast af útúrsnúningum og sjónhverfingum þeirra, sem stjórna þessari ferð í þinginu.

Í þingflokki VG hefur lítið farið fyrir andstöðu við þetta mál en að VG steðjar nú pólitísk hætta frá vinstri. Taki Sósíalistaflokkurinn upp harða andstöðu við Orkupakka 3, aukast möguleikar hans á að sækja í kjósendafylgi Vinstri grænna. Skoðanakannanir benda til að Sósíalistaflokkurinn sé að eflast og nálgast það fylgi, sem þarf til að fá þingmenn kjörna.

Eru þingmenn VG svo blindir á eigin stöðu, að þeir átti sig ekki á því hvað að þeim snýr?“ 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: