- Advertisement -

Einungis forsætisráðherra getur svarað

Alþingi Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðarm sagði á Alþingi í gær:

Páll Valur Björnsson„Í áramótaávarpi sínu sagði forsætisráðherra að það sem helst gæti orðið okkur til trafala væri kæruleysi og neikvæðni og þá væri mikilvægt að sýna þolgæði og festu. Það má vissulega taka undir það með hæstv. forsætisráðherra að neikvæðni og kæruleysi eru alls ekki dyggðir. Það ber því að varast. En hverjir eru það sem helst eiga að sýna þolgæði, festu og jákvæðni? Mig langar að biðja hæstv. forsætisráðherra að svara því við tækifæri. Eru það kannski börnin 6 þúsund sem búa við efnislegan skort eins og fram kemur í nýrri skýrslu UNICEF? Eru það kannski eldri borgararnir, fleiri en 4 þúsund, sem búa við fátæktarmörk? Eða er það fatlað fólk og öryrkjar sem eru ekki nógu þolinmóðir fyrir forsætisráðherra? Er þetta fólk með óviðeigandi heimtufrekju og ónærgætni við hann og ríkisstjórn hans? Eða eru það kannski rúmlega 6 þús. sjúklingar sem bíða eftir aðgerðum sem forsætisráðherra finnst ekki sýna nægilega festu? Eða kannski þau hundruð barna og fullorðinna sem bíða greiningar vegna ADHD og annarra raskana?“

Páll Valur var ekki hættur: „Ég get ekki svarað þessum spurningum, einungis hæstvirtur forsætisráðherra getur gert það. Ef fátæk börn, gamalt fólk, fatlað fólk og öryrkjar, sjúkingar á biðlistum, börn og aðstandendur þeirra sem bíða eftir greiningum og viðeigandi þjónustu sýna þolinmæði og festu, getum við kannski vonast til þess að forsætisráðherra veiti þeim einhver svör í næsta áramótaávarpi sínu? Hver veit.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: