Jón Kristinn Snæhólm skrifar:
Það er eins og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einsett sér að rústa dómgæslu og lögreglumálum landsins í gegnum tíðina.
Allt það vonda í þessum málum hefur gerst á hans vakt:
- -óhæfir yfirstjórnendur
- -launakjör í lamasessi
- -hroki og einelti
- -fækkun lögreglumanna
- -menntun og skólamál í ólestri
- -stuldur í munavörslu, óupplyst
- -skipan í dómarastörf
- -engin sem lítil nýsköpun
- -silagangur sýslumannsembætta
- -algjört ráðleysi gegn fíkniefnum
Núverandi dómsmálaráðherra og hennar lið hefur á sínum stutta ferli sýnt að þarna sé verið að spyrna við fótum. Þarna fer dómsmálaráðherra sem sýnir kjark.
En betur má ef duga skal..
Ástandið á Suðurnesjum er þannig að viðkomandi deiluaðila þarf að fjarlægja af staðnum og setja í önnur verkefni sem krefjast brýnna skúffu athugunar.
Utanríkisráðuneytið getur verið ráðgefandi í meðhöndlun slíkra verkefna.
Þú ert „Frekinn“. Færður til, ekki rekinn. 🤺
Oft var þörf, nú er nauðsyn!