Þeir vilja enn meiri arð af sjávarauðlindinni okkar, borga minni veiðigjöld og lægri skatta.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Það er eins og að pissa upp í vindinn að halda að kvótakóngarnir muni gefa eitthvað eftir af því sem þeir hafa fengið upp í hendurnar. Þeir munu þvert á móti herða tökin og loka fleiri fiskvinnslustöðvum ef þeir telja sig græða á því. Þeim er alveg sama hvort fólk missi vinnuna. Þeir vilja enn meiri arð af sjávarauðlindinni okkar, borga minni veiðigjöld og lægri skatta. Og komast upp með það. Það eina sem getur orðið til þess að sjávarauðlindin verði raunveruleg sameign þjóðarinnar er að þjóðnýta kvótann. Og það fljótt og örugglega. Á Íslandi er svo mikið til af hæfileikafólki að það verður ekki málið að reka sjávarútveginn þannig að allir landsmenn hagnist á því. Allt tal um að hægt sé að kroppa í kvótakóngana um meiri hlutdeild til okkar aumingjanna er algjörlega gagnslaust blaður og mun engu skila.