„Eins máls flokkur“ við Háaleitisbraut
„Einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sagði eitt sinn: „Í húsi föður míns eru margar vistarverur“ og átti þá við að flokkurinn yrði að þola innri fjölbreytni,“ skrifar Vilhjálmur Bjarnason í Mogga dagsins. Nú er fjölbreytninni úthýst og spyrja mætti hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för? Forysta flokksins tók þá afstöðu árið 2014, eftir að hafa lofað „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um aðild að Evrópusambandinu, að afturkalla aðildarumsókn, sem að öðru leyti lá í svefni og skaðaði engan.
Þetta leiddi til þess að stór hópur í atvinnurekendaliði Flokksins sagði skilið við Flokkinn og gekk til liðs við nýjan smáflokk! Góð leið til að minnka stjórnmálaflokk! Það er einnig góð leið til að minnka flokk að viðhalda óskiljanlegri umræðu um fullveldi á plani frá 1918!“
Vilhjálmur skrifaði meira:
XD:
Endingartími formanna Sjálfstæðisflokksins hefur verið 10 ár. Nýr leiðtogi hefur ávallt verið í augsýn. Nema núna!“
„Hvernig má það vera að flokkur, sem var með 40% kjörfylgi, telur það ásættanlegt að fá 25% kjörfylgi? Vissulega varð fjármálahrun á vakt Sjálfstæðisflokksins en það var unnið úr fjármálahruninu á vakt Sjálfstæðisflokksins.
Kosningamál hafa alltaf verið atvinnumál og efnahagsmál. Það er að rofa til í atvinnumálum í faraldri, verðbólga í efri mörkum og greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða í ágætu lagi. Verðbólga og erlend staða eru hinir endanlegu mælikvarðar á stöðu efnahagsmála.
Endingartími formanna Sjálfstæðisflokksins hefur verið 10 ár. Nýr leiðtogi hefur ávallt verið í augsýn. Nema núna!“
Vilhjálmur heldur áfram:
„Sá er þetta ritar hefur lokið afskiptum af stjórnmálum. Því getur hann látið ýmislegt frá sér fara eftir að hafa spurt sig áleitinna spurninga.
Fyrsta spurningin er sú hvort hin „lýðræðislega“ aðferð prófkjöra hafi skilað sigurstranglegum framboðslistum? Horfandi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru innmúraðir, segja kjósendur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosningamaskínunni inni í Sjálfstæðisflokknum! Engin skírskotun til almennra kjósenda!
Það kann að vera að flokkurinn verði aftur að einhverju þegar búið er að taka allt frá honum!
En maður sannprófar ekki það hvers virði maður er fyrr en þegar maður hefur látið hestinn sinn!“