- Advertisement -

„Eins máls flokkur“ við Háaleitisbraut

„Hvernig má það vera að flokk­ur, sem var með 40% kjör­fylgi, tel­ur það ásætt­an­legt að fá 25% kjör­fylgi?“

„Einn af for­ystu­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði eitt sinn: „Í húsi föður míns eru marg­ar vist­ar­ver­ur“ og átti þá við að flokk­ur­inn yrði að þola innri fjöl­breytni,“ skrifar Vilhjálmur Bjarnason í Mogga dagsins. Nú er fjöl­breytn­inni út­hýst og spyrja mætti hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé að verða eins máls flokk­ur þar sem „hag­kvæmni“ fisk­veiðistjórn­ar­kerf­is­ins ræður för? For­ysta flokks­ins tók þá af­stöðu árið 2014, eft­ir að hafa lofað „þjóðar­at­kvæðagreiðslu“ um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að aft­ur­kalla aðild­ar­um­sókn, sem að öðru leyti lá í svefni og skaðaði eng­an.

Þetta leiddi til þess að stór hóp­ur í at­vinnu­rek­endaliði Flokks­ins sagði skilið við Flokk­inn og gekk til liðs við nýj­an smá­flokk! Góð leið til að minnka stjórn­mála­flokk! Það er einnig góð leið til að minnka flokk að viðhalda óskilj­an­legri umræðu um full­veldi á plani frá 1918!“

Vilhjálmur skrifaði meira:

Þú gætir haft áhuga á þessum

XD:

End­ing­ar­tími formanna Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur verið 10 ár. Nýr leiðtogi hef­ur ávallt verið í aug­sýn. Nema núna!“

„Hvernig má það vera að flokk­ur, sem var með 40% kjör­fylgi, tel­ur það ásætt­an­legt að fá 25% kjör­fylgi? Vissu­lega varð fjár­mála­hrun á vakt Sjálf­stæðis­flokks­ins en það var unnið úr fjár­mála­hrun­inu á vakt Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Kosn­inga­mál hafa alltaf verið at­vinnu­mál og efna­hags­mál. Það er að rofa til í at­vinnu­mál­um í far­aldri, verðbólga í efri mörk­um og greiðslu­jöfnuður við út­lönd og er­lend staða í ágætu lagi. Verðbólga og er­lend staða eru hinir end­an­legu mæli­kv­arðar á stöðu efna­hags­mála.

End­ing­ar­tími formanna Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur verið 10 ár. Nýr leiðtogi hef­ur ávallt verið í aug­sýn. Nema núna!“

Vilhjálmur heldur áfram:

„Sá er þetta rit­ar hef­ur lokið af­skipt­um af stjórn­mál­um. Því get­ur hann látið ým­is­legt frá sér fara eft­ir að hafa spurt sig áleit­inna spurn­inga.

Fyrsta spurn­ing­in er sú hvort hin „lýðræðis­lega“ aðferð próf­kjöra hafi skilað sig­ur­strang­leg­um fram­boðslist­um? Horf­andi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru inn­múraðir, segja kjós­end­ur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hef­ur enga skír­skot­un til mín! Þetta fólk hef­ur orðið til í kosn­inga­maskín­unni inni í Sjálf­stæðis­flokkn­um! Eng­in skír­skot­un til al­mennra kjós­enda!

Það kann að vera að flokk­ur­inn verði aft­ur að ein­hverju þegar búið er að taka allt frá hon­um!

En maður sann­próf­ar ekki það hvers virði maður er fyrr en þegar maður hef­ur látið hest­inn sinn!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: