Guðmundur Gunnarsson skrifar:
Er þetta ekki bilun Dagur B. Eggertsson? Lokanir stofnæða, hundrað manna starfslið, tugir bíla, sjö flugvélar, tvær þyrlur. Og allt vegna eins manns sem stoppar ekki einu sinni í 12 klukkustundir á landinu. Þegar almenningur á Íslandi er, réttilega að okkar mati, hvattur til að breyta sínum ferðum og venjum, orðið flugviskubit er á allra vörum og við þorum varla að viðurkenna að við keyrðum út á land á bensínbíl um daginn, ætlum við þá bara að taka því þegjandi að hingað komi erlendur gestur á sjö flugvélum?