- Advertisement -

Einmanna ráðherrar í „bæli úlfanna“

„Íslenskir ráðherrar koma einmana inn í sín ráðuneyti. Þeir fá að hafa örfáa menn með sér inn í „bæli úlfanna“. Þeir ættu hins vegar að stilla sig um að velja sér aðstoðarmenn um sinn, uns þeir átta sig á því hvers konar fólk kæmi þeim að mestu gagni.“

Þetta er bein tilvitnun í einn allra reyndasta stjórnmál Íslands. Mann sem sjálfur var ráðherra í nær hálfan annan áratug, samfellt, og starfaði sem slíkur með fjölda ráðherrar. Hér er skrifað af reynslu.

Höfundurinn er Davíð Oddsson og skrifin eru úr Reykjavíkurbréfi dagsins. Davíð fer fleiri orðum og hætturnar sem bíða nýrra ráðherra.

Gagnslítil börn í farteskinu

„Það er mjög undarlegt að sjá ráðherra koma glaðbeitta inn í ráðuneyti og hafa börn með sér í farteskinu til að hjálpa sér. Það fer ekki alltaf illa en er oftast gagnslítið eða minna en það. Í stjórnkerfinu eru ekki óvinir fólksins í landinu, fjarri því. En jafnvel þótt stór hluti þeirra sem þar vinna færist smám saman til vinstri í pólitíkinni vegna þess að svo margt „á markaðnum“ snertir þá minna en þessa sem eru í hinu almenna umhverfi, þá hafa þeir nær allir þá tilfinningu að kerfið sé að gera sitt besta. Vinstri sinnaðir opinberir starfsmenn eru því iðulega mjög íhaldssamir í viðhorfum sínum til breytinga á kunnum veruleika.“

Skoðanaleysi stjórnmálamanna nútímans

Höfundur heldur áfram að tala um stjórnmál samtímans. Hann segir að þremur vikum fyrir hverjar kosningar votti aðeins fyrir því að nokkur munur sé á viðhorfum almennra stjórnmálaflokka. „Þá er ekki verið að tala um flokka sem hafa „niðurhal“ á sínum oddi eða flokka sem sagðir eru hafa aukið fylgi sitt um eitt eða tvö prósent af því að þeir sögðust vera á móti búvörusamningunum sem enginn frambjóðenda virtist þó hafa lesið. Kjósendur hér á landi eru farnir að sjá í gegnum þetta skoðanaleysi stjórnmálamanna nútímans. Þess vegna fer þeim fækkandi sem mæta á kjörstað og álitlegur hópur þeirra sem þó mætir sér ekkert að því að láta nið- urhal ráða afstöðu sinni…“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: