- Advertisement -

„Einhverjir vina minna hafa haft áhyggjur af því að ég sé afskræmd“

Fjölmiðlakonan Karen Kjartansdóttir taldi réttast að birta af sér mynd á Facebook til að sanna fyrir vinum sínum að hún hefði það fínt í dag, eftir gífurlega hetjudáð hennar að þvera Grænland síðasta mánuðinn.

Við myndina skrifar Karen:

„Einhverjir vina minna hafa haft áhyggjur af því að ég sé afskræmd og örmagna eftir ferðina góðu. Svo er ekki. Ég er hressari en aldri fyrr og komin til byggða í Garðabæ. Hér er mynd frá því í Tasiilaq frá í gær.“

Karen sátt eftir erfiða ferð.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Vilborg Anna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, stýrði hópi Íslendinga yfir þvert Grænlad. Eins og sjá má á lýsingum hennar var ekki eingöngu um hreina skemmtiferð að ræða:

„ Þá er þess magnaði 8 manna hópur á leiðinni til Íslands eftir stórkostlega Grænlands þverun. Það var ekkert gefins í þessum leiðangri og hafa þurfti fyrir hverjum kílómetra. Fimbulkuldi, erfitt færi, rifskaflar og snjóblinda voru tíðir gestir og því voru góðu dagarnir meira en vel þegnir þegar þeir komu. Endaspretturinn var af harðari gerðinni þegar skíðaðir voru 65 km í beit til að ná af jökli fyrir óhagstætt veður. Hópurinn var framúrskarandi og tók öllum áskorunum með jafnaðargleði

Eftir mánuð á jökli er tími til að fara heim í sólina.“

Hinn frækni hópur.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: